Leikmenn Manchester United eru farnir að efast stórlega um að Erik ten Hag verði áfram stjóri liðsins á næstu leiktíð. Þetta kemur fram í frétt Daily Mail í kvöld.
United tapaði ellefta leik sínum á leiktíðinni gegn Manchester City í gær og er liðið í sjötta sæti, fjórum stigum frá fimmta sæti og ellefu frá því fjórða.
Daily Mail segir að Ten Hag hafi enn stuðning leikmannahópsins en að hann hafi samt sem áður litla trú á að Hollendingurinn haldi starfi sínu í sumar.
Sir Jim Ratcliffe og hans teymi hafa tekið yfir knattspyrnuhlið United og telja leikmenn að hann láti Ten Hag fjúka.
Ten Hag tók við sem stjóri United fyrir síðustu leiktíð.