Tyrkneskir fjölmiðlar orða ungstirnið Semih Kilicsoy hjá Besiktas nú við nokkur af stærstu félögum Evrópu.
Um er að ræða 18 ára gamlan fjölhæfan sóknarmann sem hefur skotist fram á sjónvarsviðið með Besiktas á þessari leiktíð. Er hann kominn með 10 mörk í öllum keppnum.
Kilicsoy hefur undanfarið verið orðaður við Tottenham en í leik Besiktas gegn Galatasaray um helgina var fjöldi njósnara að fylgjast með kappanum. Komu þeir meðal annars frá Arsenal, Manchester City, Atletico Madrid, Dortmund, RB Leipzig, Juventus og Napoli.
Samningur Kilicsoy rennur ekki út fyrr en 2028 en svo gæti farist að hart verði barist um leikmanninn á markaðnum í sumar.