fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Þingmenn slegnir eftir að mótmælendur gerðu aðsúg á Alþingi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 4. mars 2024 16:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkra mínútna hlé var gert á þingfundi um klukkan 16 vegna mótmæla á þingpöllum. Þar höfðu mótmælendur vakið athygli á sér með hrópum og köllum og einn hafði klifrað yfir handrið og hékk yfir þingsal.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, birti myndband af uppákomunni og sagði þingmenn slegna.

Nú stendur yfir umræða um breytingar á lögum um útlendinga. Málefni innflytjenda og hælisleitenda hafa staðið þjóðinni nærri undanfarnar vikur og skoðanir verulega skiptar.

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, birti einnig myndir af mótmælunum. Telur Eyjólfur að mótmælendur hafi raskað frið Alþingis.

Á útsendingu Alþingisrásarinnar mátti sjá er um 15:47 heyrðust hróp og köll undir ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, þar sem hún var sökuð um miskunarleysi í garð útlendinga, eða um að hafa ekki hjarta.

Í kjölfarið reis forseti Alþingis, Birgir Ármansson, úr sæti og tilkynnti að fundi yrði frestað svo ró mætti ná í salinn. Í kjölfarið var hljóð tekið af útsendingu og útsending svo rofin.

Útsending hófst aftur 16:05 og hefur gengið áfallalaust síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn