Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var að vonum svekktur með 3-1 tap gegn Manchester City í gær.
Marcus Rashford kom United yfir með ótrúlegu marki á 8. mínútu en City sneri taflinu við í seinni hálfleik.
„Við reyndum allt til að ná í úrslit en það var bara ekki hægt í dag,“ sagði Fernandes í viðtölum eftir leik.
Hann kom einnig inn á muninn á þessum tveimur liðum.
„Við vissum að við þyrftum að verjast aftarlega og hjálpa hvorum öðrum. Við gerðum það augljóslega en munurinn í dag voru þeirra einstaklingsgæði.“
Tapið í gær þýðir að United er 11 stigum frá fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og sex frá fimmta sæti, en líkur eru á að fimmta sætið dugi til að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð vegna breytinga á fyrirkomulaginu þar.