Blómlegur rekstur er á knattspyrnudeild ÍA, hagnaður ársins var 88,2 milljónir og kemur að mestu til vegna peninga sem komu vegna leikmannaviðskipta.
Skiptir þar líklega mestu um söluna á Hákoni Arnari Haraldssyni sem var seldur frá FCK til Lille. Fékk ÍA 97 milljónir vegna leikmannaviðskipta á síðasta ári.
Tekjur knattspyrnudeildar voru 285 milljónir og jukust um 54 milljónir á milli ára.
Meira:
Gríðarlegur viðsnúningur í rekstrinum á Hlíðarenda – Laun lækkuðu og hagnaðurinn var mikill
Sjáðu mikið tap á rekstri HK
Rekstrargjöld voru 298 milljónir og því er ljóst að félagið treystir á leikmannasölur til að ná endum saman. Fékk félagið 74 milljónir árið á undan fyrir leikmannaviðskipti.
Skagamenn eiga 121 milljón í óráðstafað eigið fé en skuldir félagsins eru tæpar 15 milljónir.