fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Sunneva og Patrekur eru nýjustu „ráðherrar“ landsins – „Góðir Íslendingar“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 4. mars 2024 14:30

Sunneva og Patrekur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjörnurnar Sunneva Einarsdóttir og Patrekur Jaime eru nýjustu „ráðherrar“ landsins en þau eru andlit vitundarvakningar sem miðuð er að nemendum á framhaldsskólaaldri og í efri bekkjum grunnskóla. Skilaboðin eru send út í nafni vandamálaráðuneytisins 
– glænýs „ráðuneytis“ sem stofnað var til að bregðast við þeim meinta vanda að ungt fólk vandi almennt ekki mál sitt eða pæli mikið í íslenskri tungu.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Cirkus (@cirkusstudio)

Lykilskilaboðin eru þau að tungumálið tilheyrir okkur öllum – og það má leika sér með það. Hlutverk vandamálaráðuneytisins er að hvetja ungt fólk til að nota íslensku og skapa efni á alls konar íslensku.

Til að vekja athygli á málefninu hefur vandamálaráðuneytið skipulagt samkeppni um gerð efnis á íslensku fyrir samfélagsmiðla þar sem vegleg verðlaun verða í boði. Dómnefnd velur einn sigurvegara sem hlýtur 300 þúsund krónur í verðlaun, auk þess sem fjöldi aukaverðlauna verða veitt.

Vandamálaráðherrarnir skora á þig að búa til efni á íslensku fyrir samfélagsmiðla.

Viltu búa til stuttmynd, semja söngtexta eða gera förðunarkennslumyndband? Þú gætir líka búið til nýyrði, samið sögu eða búið til orðalistaverk. Þú mátt meira að segja kenna hamstrinum þínum að fara með ljóð. Hvað sem er — svo lengi sem það er á íslensku.

Mennta- og barnamálaráðuneytið hvetur skólasamfélagið til að nýta þessa vitundarvakningu og leggjast á árarnar með íslenskunni. Það er til dæmis hægt með því að:
– ræða við nemendur um mikilvægi þess að íslenska heyrist og sjáist, líka á samfélagsmiðlum
– hvetja nemendur til þátttöku og hjálpa til við að kynna samkeppnina, til dæmis með því að deila kynningarefni á miðlum skóla og frístundastarfs eða hengja upp plaköt
– nýta efniviðinn í starfi skóla, félagsmiðstöðva og/eða félagslífs nemenda
– muna að íslenska er alls konar og á alltaf við — við eigum hana saman

Frekari upplýsingar má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Í gær

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn