Mason Greenwood minnti á sig um helgina þegar hann skoraði gjörsamlega frábært mark í 3-3 jafntefli Getafe gegn Las Palmas.
Framherjinn ungi frá Englandi hefur svo sannarlega fundið taktinn á Spáni eftir að hafa verið í vandræðum á Englandi.
Greenwood var undir rannókn lögreglu í heilt ár vegna gruns um alvarleg brot en málið var fellt niður, Manchester United ákvað að lána hann til Spánar síðasta sumar.
Möguleiki er á því að Greenwood komi aftur til United í sumar en það hefur verið til umræðu undanfarnar vikur.
Markið hjá Greenood var magnað og má sjá hér að neðan.
Ooh Mason Greenwood pic.twitter.com/dQnDvsj1pm
— Ole Teya (@TeyaKevin) March 3, 2024