Miguel Delaney blaðamaður Indepedent heldur því fram að Manchester United sé byrjað að skoða það að kaupa Victor Osimhen framherja Napoli í sumar.
Osimhen má fara frá Napoli í sumar fyrir upphæð sem er í samningi hans.
Indepedent segir að PSG sé einnig farið að setja kraft í það að fá Osimhen en nú er ljóst að Kylian Mbappe fer í sumar.
Osimhen vill fara frá Napoli í sumar og fá nýja áskorun, Chelsea og fleiri lið skoða hann og vilja fá hann í sumar.
Nú vill United fá mann til að hjálpa Rasmus Hojlund og er Osimhen einn öflugasti framherji í heiminum í dag.
PSG and Man United entering Osimhen racehttps://t.co/sna2a51dQ9
— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) March 4, 2024