Á þriðjudag kemur í ljós hvaða liðum A kvenna mætir í undankeppni EM 2025.
Drátturinn fer fram í Nyon í Sviss og hefst hann kl. 12:00 að íslenskum tíma. Bein útsending verður frá honum á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.
Ísland er í þriðja styrkleikaflokki í drættinum, en alla fjóra flokkana má sjá hér neðst í fréttinni.
Tvö efstu lið hvers riðils fara beint áfram á EM, en hin tvö fara áfram í umspil og neðsta lið riðilsins fellur einnig um deild fyrir næstu útgáfu Þjóðadeildarinnar. Fyrstu leikir undankeppninnar fara fram í apríl.
Hægt er að lesa frekar um hana á vef UEFA.
Styrkleikaflokkur 1
Spánn
Frakkland
Þýskaland
Holland
Styrkleikaflokkur 2
England
Danmörk
Ítalía
Austurríki
Styrkleikaflokkur 3
Ísland
Belgía
Svíþjóð
Noregur
Styrkleikaflokkur 4
Írland
Finnland
Pólland
Tékkland