fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Liverpool og United voru bæði með mann á svæðinu um helgina – Skoraði tvö og gæti farið í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. mars 2024 13:20

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool og Manchester United sendu bæði útsendara til Portúgals um helgina til þess að taka út Wenderson Galeno.

Galeno er 26 ára gamall kantmaður sem hefur blómstrað hjá Porto undanfarið.

Porto fékk Wenderson Galeno til að fylla skarð Luis Diaz sem Liverpool keypti frá Porto í janúar árið 2022.

Galeno skoraði tvö mörk í 5-0 sigri á Benfica um helgina þar sem United og Liverpool voru með útsendara til að fylgjast með honum.

Enskir miðlar segja að Arsenal, Newcastle og Aston Villa hafi öll skoðað Wenderson Galeno og fleiri leikmenn Porto á þessu tímabili.

Wenderson Galeno er frá Brasilíu en hann hefur verið á flakki á ferli sínum og ekki spilað A-landsleik fyrir þjóð sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“