Liverpool og Manchester United sendu bæði útsendara til Portúgals um helgina til þess að taka út Wenderson Galeno.
Galeno er 26 ára gamall kantmaður sem hefur blómstrað hjá Porto undanfarið.
Porto fékk Wenderson Galeno til að fylla skarð Luis Diaz sem Liverpool keypti frá Porto í janúar árið 2022.
Galeno skoraði tvö mörk í 5-0 sigri á Benfica um helgina þar sem United og Liverpool voru með útsendara til að fylgjast með honum.
Enskir miðlar segja að Arsenal, Newcastle og Aston Villa hafi öll skoðað Wenderson Galeno og fleiri leikmenn Porto á þessu tímabili.
Wenderson Galeno er frá Brasilíu en hann hefur verið á flakki á ferli sínum og ekki spilað A-landsleik fyrir þjóð sína.