fbpx
Sunnudagur 30.mars 2025
Fréttir

Svanur varar við námskeiði í „meðhöndlun á líffærum“ – „Innyflin eru svið lækna“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 4. mars 2024 19:30

Svanur harmar að enginn eftirlitsaðili fylgist með.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svanur Sigurbjörnsson, sérfræðingur í almennum lyflækningum, varar við námskeiði í svokallaðri „meðhöndlun á líffærum“, ostíópatíumeðferð, sem auglýst hefur verið hér á landi í apríl. Meðferðinni er ætlað að losa um spennu á milli innri líffæra, einkum nýrna. Ragnheiður Katrín Arnardóttir, hjá Upledger á Íslandi hafnar því að verið sé að fara inn á svið lækna.

Um er að ræða tvö námskeið í meðhöndlun á líffærum (visceral manipulation). Þar sem meðal annars er „farið yfir aðferðir til þess að losa um spennu í kviðarhols líffærunum og tengingu þeirra við stoðkerfið og einkenni í stoðkerfinu,“ eins og segir í auglýsingunni. „T.d. getur spenna í lifrinni haft áhrif á einkenni og hreyfigetu í hægri öxl.“

Óvarlegt að pota í líffæri gamals fólks

Námskeiðin eru ekki ókeypis, kosta 189.900 krónur hvert og standa yfir í fjóra daga. Þau eru á vegum Upledger á Íslandi, en það félag starfrækir skóla í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð (Cranio sacral therapy) hérlendis.

Svanur segist ekki hafa séð svona meðferð auglýsta áður og varar við þessu. Hann segir það algerlega ósannað að stoðkerfisvandi í baki tengist nýrum svo dæmi sé tekið.

Hann segir sennilegt að svona meðferð sé vanalega ekki hættuleg, aðeins gagnslaus, en þó geti það verið varasamt að þrýsta á innri líffæri gamals fólks.

„Það fer eftir því hversu miklum þrýstingi er beitt. Gamalt fólk getur verið komið með viðkvæmni í innri líffærum og æðum. Það er óvarlegt að pota fingrum langt inn í kviðinn. Það gæti orðið eitthvert hnjask og ef það er þrýst það mikið að það ýti á æðar, sem í gömlu fólki geta verið kalkaðar, þá getur það valdið skaða,“ segir Svanur.

Vantar eftirlit

Lagalega heyrir þetta undir Bandalag íslenskra græðara en Svanur telur að í þessu tilfelli séu græðarar farnir að fara inn á svið heilbrigðisstarfsmanna.

„Innyflin eru svið lækna. Innyflin eru stoðkerfisverkjum alls óviðkomandi. Þarna er verið að færa svið græðara yfir í innyflin. Þetta er nýtt og óvarlegt,“ segir Svanur.

Vandinn sé hins vegar að enginn hafi formlega umsjón og eftirlit með græðurum. Það sé þá helst heilbrigðisráðuneytið sjálft, sem veitir leyfin.

„Þessi lög eru meingölluð því þetta fellur á milli skips og bryggju. Það er enginn skipaður eftirlitsaðili en samt sem áður er kveðið á um að græðarar megi ekki meðhöndla alvarlega sjúkdóma og ekki skipta sér af meðferðum sem fólk er á,“ segir Svanur og telur að hið opinbera þurfi að skipta sér af í þessu tilviki.

Finna „hindranir“ í líkamanum

Ragnheiður Katrín segir að osteópatar kenni meðhöndlun á innyflum um allan heim. Vísar hún á heimasíðu Barrel Institute, kennda við upphafsmanninn Jean Pierre Barral, þar sem vísað er á ýmsar greinar um meðferðina.

„Meðferðin losar um bandvefinn í innri líffærunum,“ segir Ragnheiður. „Það er ekki verið að ýta á líffærin. Þetta er mjög mild meðferð. Það er verið að fylgja hreyfingunum í líffærunum.“

Hún segir að hendurnar séu notaðar til þess að finna „hindranir“ í líkamanum. Það sé hreyfiferli í öllum líkamanum, svo sem öndunin.

Aðspurð um hvort verið sé að fara inn á svið lækna segir Ragnheiður svo ekki vera. Ekki sé verið að gefa fólki neina sjúkdómsgreiningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ofbeldis og lyfjaþvingunarmálið á Kleppi: Landlæknisembættið mátti upplýsa Geðhjálp um leyfi Guðmundar

Ofbeldis og lyfjaþvingunarmálið á Kleppi: Landlæknisembættið mátti upplýsa Geðhjálp um leyfi Guðmundar
Fréttir
Í gær

Sláandi ummæli Stefáns Einars – Ráðherra í ríkisstjórninni hafi verið viðriðinn tilraun til byrlunar og neyðarlegrar myndatöku

Sláandi ummæli Stefáns Einars – Ráðherra í ríkisstjórninni hafi verið viðriðinn tilraun til byrlunar og neyðarlegrar myndatöku
Fréttir
Í gær

Kínverjar brjálaðir út í íslensk löggæsluyfirvöld – „Hroki og hleypidómar“

Kínverjar brjálaðir út í íslensk löggæsluyfirvöld – „Hroki og hleypidómar“
Fréttir
Í gær

Óttast að þúsundir hafi farist – Skjálftinn stóð yfir í nokkrar mínútur

Óttast að þúsundir hafi farist – Skjálftinn stóð yfir í nokkrar mínútur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist varpar ljósi á sorglegan veruleika: „Foreldrar vinkonunnar uggandi yfir stöðunni“

Diljá Mist varpar ljósi á sorglegan veruleika: „Foreldrar vinkonunnar uggandi yfir stöðunni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum formaður Samfylkingarinnar sendir ríkisstjórninni tóninn

Fyrrum formaður Samfylkingarinnar sendir ríkisstjórninni tóninn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír menn ákærðir fyrir stórhættulega líkamsárás með kylfu á Akureyri

Þrír menn ákærðir fyrir stórhættulega líkamsárás með kylfu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótur bjó til atvinnuauglýsingu hjá Alfreð og reyndi að blekkja 53 umsækjendur – „Sambærilegt atvik hefur ekki komið upp áður“

Tölvuþrjótur bjó til atvinnuauglýsingu hjá Alfreð og reyndi að blekkja 53 umsækjendur – „Sambærilegt atvik hefur ekki komið upp áður“