Keith Wyness fyrrum stjórnarformaður Aston Villa og Everton telur að þrír lykilmenn Liverpool gætu hoppað frá borði í sumar.
Hann telur að samband þeirra við Jurgen Klopp sé það sterkt að þeir gætu hugsað sér að fara.
Wyness er að ræða um Virgil van Dijk, Mohamed Salah og Alisson Becker og telur að þeir séu allir líklegir til að fara.
„Hryggjasúlan í þessu liði Liverpool gætu farið, Alisson, Van Dijk og Salah eru leikmenn sem gætu farið,“ sagði Wyness.
„Það er bara út frá því sambandi sem þeir hafa við Jurgen Klopp, það er erfitt að búa til eitthvað nýtt samband þegar nýr þjálfari kemur.“
Van Dijk hefur sjálfur látið hafa eftir sér að framtíð hans gæti komið til umræðu í sumar en hefur svo reynt að gera lítið úr þeim ummælum.