fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
433Sport

Þorvaldi finnst ekki tímabært að setja á kynjakvóta fyrir stjórnina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. mars 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, telur ekki tímabært að skoða kynjakvóta í stjórn KSÍ en það sé þó eitthvað sem má ræða til að skoða hlutina.

Þrjár reyndar konur létu af störfum á ársþingi KSÍ fyrir rúmri viku en enginn kona var í framboði.

Vanda Sigurgeirsdóttir sem var forveri Þorvaldar í starfi hefur látið hafa eftir sér að kynjakvóti sé málið fyrir stjórn sambandsins.

„Mér finnst þetta ekkert snúast bara um að þær séu inni í stjórn, við þurfum að horfa alls staðar frá og það er auðvitað hlutverk sambandsins í samvinnu við öll félögin í landinu, það er að segja hreyfinguna. Að við opnum allt upp og skoðum þessi mál og ýtum þessu úr farvegi. Vonandi á næstu þingum þá munum við fá stærra hlutfall af konum inn,“ segir Þorvaldur við RÚV.

En um kynjakvóta segir Þorvaldur þetta.

„Nei, ekki alveg strax en mér finnst allt í lagi að skoða alla hluti. Það er aldrei neikvætt að velta fyrir sér hlutum. Mér skilst að það hafi gert ágæta hluti í Svíþjóð. Þannig að ef aðrir hafa reynslu af einhverju sem gengur upp af hverju ekki að skoða það? Ég sé ekkert því til fyrirstöðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Toney farinn frá Brentford

Toney farinn frá Brentford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára
433Sport
Í gær

Sociedad kynnir Orra Stein til leiks

Sociedad kynnir Orra Stein til leiks
433Sport
Í gær

Glugganum skellt í lás í kvöld – Sancho færist nær Chelsea og hvað gerir Sterling?

Glugganum skellt í lás í kvöld – Sancho færist nær Chelsea og hvað gerir Sterling?