Í október á síðasta ári skýrði Ekstra Bladet frá því að Dragan, sem er bæjarfulltrúi í Hillerød á Sjálandi, hefði verið ákærður fyrir peningaþvætti upp á sem nemur um 240 milljónum íslenskra króna. Þetta var gert í gegnum rútufyrirtækið „Top Tourist“. Málið tengdist tveimur serbneskum bræðrum sem voru ákærðir fyrir að vera höfuðpaurar glæpagengis og fyrir að hafa smyglað að minnsta kosti 769 kílóum af kókaíni til Danmerkur.
Sjællandske medier segja að í síðustu viku hafi mæðginin verið dæmd í tveggja ára fangelsi og Dragan var einnig sviptur réttinum til að koma að rekstri og stjórnun fyrirtækja, gildir það bæði í Danmörku og erlendis.