fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Alexöndru blöskrar umræðan um Heru – „Förum ekki niður á það plan. Verum betri“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 3. mars 2024 11:34

Alexandra Briem

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, er ein þeirra sem telja að sniðganga eigi Eurovision vegna þátttöku Ísraels í keppninni. Hún er engu að síður ósátt við hvernig margir hafa vegið að Heru Björk, fulltrúa Íslands í keppninni, eftir að úrslit lágu fyrir í símakosningu eftir úrslitakvöldið í Söngvakeppni Sjóvnarpsins í gærkvöld. Þetta kemur fram í Facebook-pistli Alexöndru.

Umræðan hefur verið harðskeytt á báða bóga, þ.e. á milli þeirra sem eru sáttir og ósáttir við þá niðurstöðu að Hera bar sigur úr býtum í símakosningareinvígi milli hennar og Palestínumannsins Bashar Murad. Alexandra vill sjálf leiða keppnina hjá sér af pólitískum ástæðum en segir Heru Björk hafa fullan rétt á að taka þátt í keppninni:

„Ok, ég skil vel að vera vonsvikin. Ég er það sjálf. Það að senda Bashar hefðu verið sterk skilaboð og hefðu getað verið leið fyrir hluta þjóðarinnar til þess að fylgjast með keppninni í ár þrátt fyrir þátttöku Ísraels, vegna þess að framlag Íslands hefði verið að senda þeim mjög skýrt hvað okkur finnst. Ég reyndar veit ekki hvort það hefði dugað mér, svona miðað við hvað er í gangi, en ég skil að fólki fannst það ágætis lausn.

Án þess, þá er þetta mjög einfalt. Við fylgjumst ekki með keppninni, förum ekki í Eurovisionpartý og tökum ekki þátt í símakosningu.

Að öllu þessu sögðu, þá réttlætir það ekki hvernig sum hafa leyft sér að tala um Heru.

Hún er góð söngkona og góð manneskja, og þó svo einhver af þeim sem kusu hana hafi haft það sérstaklega sem leiðarljós að senda ekki Bashar, eða önnur furðuleg sjónarmið, þá er líka fólk sem finnst hún bara frábær og vildi senda hana.

Hún má keppa og reyna að vinna án þess að það sé litið á það sem einhverja sérstaka stuðningsyfirlýsingu við Ísrael. Þó að ég persónulega myndi ekki vilja fara út og keppa við þessar aðstæður í hennar sporum, þá er það ekki skylda að vera sammála mér um það.

Við getum verið vonsvikin með að fá ekki tækifærið til að senda skilaboðin sem við vildum án þess að gera það svona hatrammt gegn henni persónulega, og það að láta þannig gegn henni grefur undan málstaðnum og lætur okkur líta illa út. Við sjáum hversu fullkomlega ógeðfellt það er hvernig verstu týpurnar hafa leyft sér að tala um Bashar, förum ekki niður á það plan. Verum betri.

Það er þá bara sniðganga á keppnina, sem var hvort eð er plan A.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?