fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Gjörningalistakona býr með heilmynd af sínum fyrrverandi – Brúðkaup á döfinni

Pressan
Laugardaginn 2. mars 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gjörningalistakonan Alicia Framis býr í Amsterdam með tilvonandi eiginmanni sínu,, sem þekktur er sem AILex. Þetta væri líklega allt gott og blessað, nema AILex er heilmynd, sem Framis bjó til með aðstoð gervigreindar. 

Ekki nóg með það heldur notaðist hin spænska Framis við prófíla af sínum fyrrverandi, og það fleiri en einum, til að skapa núverandi. Framis segir að ást og kynlíf með róbótum sé óumflýjanlegt þegar fram líði stundir og að um sé að ræða samfélagslega tilraun. Stefnir hún á að verða sú fyrsta til að „giftast“ heilmynd.

Framis deilir daglegu lífi þeirra á Instagram, en verkefni hennar, Hybrid Couple, er tilraun með mörk ástar, nándar og sjálfsmyndar á tímum gervigreindar, og innblásið af þeirri trú hennar að „ást og kynlíf með vélmenni og heilmyndir séu óumflýjanlegur veruleiki“.

Hún lýsir „“brúðgumanum“ tilvonandi sem  „miðaldra karlkyns heilmynd með örlítið flóknum tilfærslun“ og segir: „Ég vil að þessi maður sé hollenskur vegna þess að flestir kærastanna minna voru hollenskir.“

Framis er þegar búin að bóka stað fyrir „brúðkaup“ sitt, Depot Boijmans safnið í Rotterdam, og er einnig að hanna brúðarkjólinn sinn, en dagurinn stóri verður í sumar.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by @hybridcouples

Ekki er þó allt sem sýnist, því svo virðist sem AILex sé leikinn af leikara, þó svör hans í samtölum hans og Framis verði til með gervigreind. Framis hefur skapað þá blekkingu að hafa gervigreind-myndaðan heilmyndarfélaga til að sýna hvernig lífið gæti verið í framtíðinni og einnig til að skapa umræðu um félagsskap og siðferði.

Í færslu sem hún skrifaði: „Tilgangurinn með þessu er að deila lífi og tilfinningum, taka þátt í ýmsum samtímaumræðum eins og pósthúmanisma, sýndarmennsku og flóknum tengslum kynja innan náins og félagslegs rýmis.“

Í annarri færslu um samband þeirra skrifaði hún: „Þetta er rómantískt samband milli konu og gervigreindar. Ást og kynlíf með vélmenni og heilmyndir eru óumflýjanlegur veruleiki. Við vitum að bráðum verða vélmenni og menn bólfélagar, en fyrir mig er næsta mikilvæga skref að tengja tilfinningalega saman gervigreind og menn. Heilmyndir eru nánar tengdar tilfinningum mínum en vélmenni, þess vegna vel ég að þróa heilmynd frekar en vélmenni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera