fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fréttir

Bjargað úr snjóflóði í Stafdal

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 2. mars 2024 17:51

Mynd: visitseydisfjordur.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einum var bjargað í dag úr snjóflóði sem féll í nágrenni skíðasvæðisins í Stafdal ofan Seyðisfjarðar.

Tilkynnt var um snjóflóðið laust eftir klukkan fjögur í dag. Tveir voru á svæðinu þegar flóðið féll og lenti annar þeirra undir. Viðbragðsaðilar voru strax ræstir út, björgunarsveitir á svæðinu og þyrla Landhelgisgæslu reiðubúin að fara af stað með hjálparlið og búnað. Aðgerðastjórn í umdæminu var virkjuð og samhæfingarstöð Almannavarna, eins og segir í tilkynningu frá lögreglunni á Eskifirði.

Um klukkan 16:30 var viðkomandi fundinn og laus undan flóðinu með aðstoð félaga síns. Hann var í kjölfarið fluttur undir læknishendur með sjúkrabifreið. Ekki er talið að meiðsl hans séu alvarleg en lerkaður eftir.

Viðbragðsaðilar voru þá kallaðir til baka, rétt um klukkan 16:40.

Snjóflóðaeftirlit Veðurstofu var strax upplýst um atvik. Svæðinu hefur nú verið lokað þar til metið hefur verið hvort hætta er enn til staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður