fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Sport

Hörður ómyrkur í máli – „Afhjúpa sig sem þeir verstu í álfunni“

433
Sunnudaginn 3. mars 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Sif Pálsdóttir og Hörður Magnússon voru gestir í Íþróttavikunni sem er á dagskrá alla föstudaga á 433.is og í Sjónvarpi Símans.

Dómgæslan í enska boltanum barst meðal annars í tal, sérstaklega eftir frammistöðu dómara í úrslitaleik deildabikarsins á milli Liverpool og Chelsea um síðustu helgi, þar sem fyrrnefnda liðið hafði betur.

„Markið sem Chelsea skorar og var dæmt rangstaða, það var rosalega hæpið. Það var vont sjónarhorn. Ég held að Englendingar kunni ekki ekki knattspyrnureglurnar. Markið sem er tekið af Liverpool, þetta er furðulegasti dómur lengi,“ sagði Hörður í þættinum en mark Liverpool í leiknum var dæmt af á furðulegan hátt vegna rangstöðu.

„Gravenberch var borinn út af og það var ekki einu sinni dæmd aukaspyrna. Enn og aftur eru enskir dómarar að afhjúpa sig sem þeir verstu í álfunni. Ég myndi treysta íslensku dómurunum til að gera betur. Þeir kunna þetta bara ekki. Þeir voru með frábæra dómara áður fyrr en þeir virðast vera algjörlega búnir að missa taktinn.

Og hvernig þeir nota VAR, ég held að ætlun þeirra sé að reyna að taka af öll möguleg mörk. Það er öfugt við það sem innleiðing VAR átti að gera,“ sagði Hörður enn fremur.

Umræðan í heild er í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Toney farinn frá Brentford

Toney farinn frá Brentford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára
433Sport
Í gær

Sociedad kynnir Orra Stein til leiks

Sociedad kynnir Orra Stein til leiks
433Sport
Í gær

Glugganum skellt í lás í kvöld – Sancho færist nær Chelsea og hvað gerir Sterling?

Glugganum skellt í lás í kvöld – Sancho færist nær Chelsea og hvað gerir Sterling?
Hide picture