Real Madrid hefur fengið frábærar fréttir fyrir lokasprett tímabilsins en markmaður liðsins, Thibaut Courtois, er að jafna sig af meiðslum.
Þetta hefur Carlo Ancelotti, stjóri Real, staðfest en Courtois hefur misst af öllu tímabilinu eftir að hafa slitið krossband.
Courtois hefur ekki spilað leik á þessu tímabili en hefur verið aðalmarkvörður Real frá árinu 2018.
Ancelotti býst við að Courtois snúi aftur í apríl og það sama má segja um varnarmanninn Eder Militao.