Tony Pulis er ekki beint vinsæll á Íslandi en hann er þekktastur fyrir tíma sinn sem þjálfari Stoke á Englandi.
Pulis hætti að þjálfa fyrir fjórum árum síðan en hann var þá þjálfari Sheffield Wednesday í næst efstu deild.
Pulis þjálfaði Stoke frá 2002 til 2005 og svo aftur frá 2006 til 2013 og þjálfaði þar marga Íslendinga.
Þar á meðal Eið Smára Guðjohnsen, einn besta ef ekki besta leikmann í sögu Íslands, sem hefur nú lagt skóna á hilluna.
Pulis hefur farið illa með nokkra íslenska leikmenn og notað þá takmarkað en hann er í dag 66 ára gamall.
Útlit er fyrir að Pulis gæti verið að snúa aftur í þjálfun en Stoke hefur heyrt í sínum manni og vill fá hann til að taka við af Steven Schumacher.
Það yrði í þriðja sinn sem Pulis tekur við Stoke en hann sagðist vera hættur eftir dvölina hjá Sheffield.