Arsenal hefur fengið fleiri góðar fréttir fyrir komandi átök en miðjumaðurinn Thomas Partey er að snúa til baka.
Greint var frá því fyrr í vikunni að varnarmaðurinn Jurrien Timber væri að jafna sig af meiðslum og er ekki langt í hans endurkomu.
Partey hins vegar verður hluti af leikmannahópi Arsenal á mánudag er liðið spilar við Sheffield United í efstu deild.
Þetta hefur Mikel Arteta, stjóri Arsenal, staðfest en miðjumaðurinn hefur ekki spilað leik síðan í október.
Það er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Arsenal sem er að berjast um enska meistaratitilinn við bæði Liverpool og Manchester City.
Partey spilaði síðast í 1-0 sigri á Manchester City í október og verður líklega á varamannabekknum eftir helgi.