Það voru margir steinhissa í gær er Benfica í Portúgal birti myndband af goðsögninni Mike Tyson.
Tyson er einn besti ef ekki besti boxari sögunnar en hann er 57 ára gamall í dag og fylgist örlítið með fótbolta.
Af einhverjum ástæðum birti Benfica myndband af Tyson þar sem hann óskar félaginu til hamingju með 120 ára afmæli sitt.
Að sjálfsögðu er Tyson með trefil Benfica um hálsinn en enginn virðist hafa haft hugmynd um að hann væri í raun tengdur portúgalska félaginu á einhvern hátt.
,,Bíddu, ha? Af hverju? Ha?“ skrifar einn við myndbandið og bætir annar við: ,,Það er ekki apríl, hvað í fjandanum er þetta?“
Myndbandið umtalaða má sjá hér.
🥊 O amor não tem fronteiras! ❤️🔥#EPluribusUnum • #120Anos pic.twitter.com/29ZBx93Avn
— SL Benfica (@SLBenfica) February 28, 2024