Joshua Kimmich, leikmaður Bayern Munchen, hefur spilað við marga stórkostlega leikmenn á sínum ferli.
Erfiðasti andstæðingur miðjumannsins kemur þó mörgum á óvart en það er spænski framherjinn Alvaro Morata.
Morata lék um tíma með Chelsea í efstu deild Englands en á einnig að baki leiki fyrir Real Madrid og Atletico Madrid.
Kimmich þoldi ekki að spila gegn Morata á sínum tíma en þeir hittust þónokkrum sinnum í Meistaradeildinni.
,,Hann er svo sterkur líkamlega, hann er gríðarlega fljótur og er með frábæra tækni,“ sagði Kimmich.
Þrátt fyrir að hafa mætt mörgum af bestu leikmönnum heims varð Morata fyrir valinu og er það val sem kom gríðarlega á óvart.