Samkvæmt ársreikningi Vals var 31,5 milljóna króna hagnaður á rekstri deildarinnar á síðasta ári. Þetta kemur fram í birtum ársreikningi deildarinnar.
Eignir knattspyrnudeildar Vals eru tæpar 130 milljónir króna en bókfært eigið fé í árslok 2023 eru rúmar 110 milljónir.
Rekstrartekjur Vals jukust um 120 milljónir á milli ári og voru 439 milljónir árið 2023.
Meira:
Sjáðu mikið tap á rekstri HK
Þar munar mest um styrki og auglýsingar sem jukust um 100 milljónir á milli ára og voru 314 milljónir á síðasta ári.
Laun og launatengd gjöld lækkuðu á milli ári og voru 303 milljónir á síðasta ári en voru þremur milljónum meira árið 2022.
67 milljóna króna tap var á rekstri knattspyrnudeildar Vals tímabilið á undan og því er viðsnúningurinn mikill eða rúmar 100 milljónir.
Verðgildi leikmanna Vals voru um 39 milljónir og hækka um rúmar sex milljónir á milla ára.
Valur borgaði umboðsmönnum 3,1 milljón á liðnu ári. Ársreikninginn má lesa í heild hérna.