Arnar Grétarsson hefur stefnt Knattspyrnudeild KA og telur félagið skulda sér nokkrar milljónir vegna árangurs KA í Evrópukeppni síðasta sumar. Málið fór fyrir héraðsdóm á Akureyri í dag en var ekki leitt til lykta.
Lögfræðingar Arnars og KA ræddu málið um langt skeið í dómsal en enginn niðurstaða fékkst í málið í dag. Þetta hefur 433.is fengið staðfest.
Aðilar munu á næstunni ræða saman og sjá hvort hægt sé að ná sátt í því, takist það ekki verður það aftur tekið fyrir hjá dómstólum. Búist er við að það verði eftir mánuð.
Arnar var þjálfari KA frá 2020 til 2022 en hætti undir lok tímabilsins þá þegar KA tryggði sig inn í Evrópukeppni, þá hafði Hallgrímur Jónasson tekið við.
KA fór í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar sumarið 2023 undir stjórn Hallgríms en Arnar telur sig eiga að fá bónus fyrir allar þær umferðir.
KA er ekki sammála þeirri túlkun og hefur ekki tekist að ná sátt í málinu hingað til.