Gríðarlegt tap er á rekstri knattspyrnudeildar HK annað árið í röð, ljóst er að reksturinn í Kórnum er þungur og félagið þarf mikið átak til að snúa því við.
Þannig var tæplega 27 milljóna króna tap á rekstri knattspyrnudeildar á síðustu leiktíð. Árið á undan var tapið rúmar 16 milljónir.
Tekjur knattspyrnudeildar HK voru 242 milljónir árið 2022 og jukust um 39 milljónir á milli ára.
Laun, verktakagreiðslur og annar starfsmannakostnaður voru 218 milljónir og jukust um 41 milljón á milli ára.
HK seldi markaðsverðbréf fyrir um 30 milljónir á árinu og er með 55 milljónir í handbært fá samkvæmt ársreikningi.