Örvar Eggertsson var ólöglegur með Stjörnunni í gær þegar liðið vann sigur á HK í Lengjubikarnum.
KSÍ hefur breytt úrslitunum á vef sínum og HK verið dæmdur 3-0 sigur.
Örvar gekk í raðir Stjörnunnar frá HK fyrir áramót en hafði ekki fengið leikheimild.
Leikheimild Örvars tók gildi í dag en samkvæmt Þungavigtinni vissi Stjarnan af þessu og ákvað samt að spila Örvari.
Stjarnan fær sekt frá KSÍ vegna málsins en líklega verður hún 60 þúsund krónur.
Stjarnan gat ekki komist áfram úr riðlinum sem hefur líklega gert þá ákvörðun að spila Örvari auðveldari.