fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Eiginkona elskhugans látin en hún er ennþá „litla skítuga leyndarmálið hans“

Fókus
Föstudaginn 1. mars 2024 22:29

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hélt að við gætum loksins hætt að vera í felum og verið saman þegar eiginkona elskhuga míns lést, en nú, átta árum síðar, líður mér enn eins og litla skítuga leyndarmálinu hans. Kynlífið okkar er frábært en hann neitar að kynna mig fyrir fjölskyldu sinni.“

Svona hefst bréf konu til sambandsráðgjafa The Sun. Hún er 58 ára og elskhugi hennar er 63 ára. Sambandið okkar byrjaði fyrir ellefu árum síðan.

„Við kynntumst í vinnunni. Við vorum alltaf að horfa á hvort annað og ég átti svo erfitt með mig, mig langaði að stökkva á hann. Við sváfum loksins saman eftir vinnupartý og þar með byrjaði leynilegt ástarsamband okkar sem spannaði þrjú ár og við urðum ástfangin af hvort öðru. Hann sagði að hjónabandi hans væri lokið og að það væri bara tímaspursmál hvenær við gætum verið saman. En skyndilega dó eiginkona hans eftir að hafa fengið hjartaáfall. Hann var miður sín, skiljanlega.

Ég gerði allt sem ég gat til að hjálpa honum og var meðvituð um að þetta myndi flækja aðstæður okkar, en ég vonaði að við gætum samt átt framtíð saman.

En nú eru átta ár liðin og ég er farin að efast að hann muni einhvern tíma vilja taka sambandi okkar alvarlega. Hann er alltaf tilbúinn með einhverja afsökun um af hverju hann geti ekki kynnt mig fyrir börnunum sínum. Hann á tvo syni og tvö barnabörn sem hann elskar.

Ég er ráðþrota, ég elska hann en hversu mikið lengur get ég beðið?“

Ráðgjafinn svarar:

„Það er skiljanlegt að hann þurfi smá tíma áður en hann kynnir þig fyrir fjölskyldunni, en átta ár er allt of langur tími til að vera leyndarmál einhvers.

Hann er örugglega með samviskubit vegna framhjáhaldsins og hefur áhyggjur af því að fjölskylda hans muni komast að sannleikanum um upphaf sambands ykkar ef hann kynnir ykkur.

En ef honum er alvara um samband ykkar þarf hann að grípa til aðgerða.

Talaðu við hann og vertu hreinskilin, útskýrðu hvernig þér líður og hversu mikilvægt það er fyrir þér að samband ykkar verði ekki lengur leyndarmál.

Ef hann neitar ennþá að kynna þig fyrir fjölskyldunni, þá er kannski tími kominn til að binda endi á sambandið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Í gær

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn