Forráðamenn Barcelona ætla að leita nýrra leiða til að fá inn fjármagn í rekstur sinn og skoða að hætta að nota Nike treyjur.
Félagið er þannig að skoða það að framleiða búninga sína sjálfir og hagnast þannig meira á hverri seldri treyju.
Samningurinn við Nike gildir til ársins 2028 en forráðamenn Barcelona skoða nú málið.
Sport segir að Barcelona sé að fá um 66 milljónir evra í vasann fyrir samning sinn við Nike á ári.
Þá er búið að draga frá allan kostnað sem fellur á Nike en félagið hefur klæðst treyju Nike frá árinu 1998.
Puma hefur boðið félaginu samning sem gefur félaginu 100 milljónir evra í vasann á ári en félagið telur sig geta fengið meira með því að framleiða allt sjálft.