Zinedine Zidane hefur ekki snefil af áhuga á því að taka við Manchester United, fái hann boð um slíkt í sumar.
Þessu halda fjölmiðlar í Frakklandi fram en Zidane er atvinnulaus og hefur verið í tvö ár núna.
Hann hefur vonast eftir boði um að taka við stærri félögum Evrópu en ekki fengið neitt ennþá.
Zidane vill hins vegar ekki taka við Manchester United en hann er einn þeirra sem er orðaður við starfið hans Erik ten Hag.
Zidande gerði magnaða hluti með Real Madrid en hann hefur lengi horft á starfið hjá franska landsliðinu.
🚨🚨| NEW: Zinedine Zidane will 𝐑𝐄𝐉𝐄𝐂𝐓 the chance to manage Manchester United should he get offered the job.
[@RMCsport] pic.twitter.com/AdiiW17JAv
— CentreGoals. (@centregoals) March 1, 2024