Exequiel Palacios landsliðsmaður Argentínu og leikmaður Bayer Leverkusen í Þýskalandi er líklega ekkert sérstaklega glaður þessa dagana.
Ástæða þess er að fyrrverandi kærasta hans er brjáluð þessa dagana, hann hefur neitað að borga leiguna fyrir hana þar sem hún býr.
Yesica Frias og og Palacios eru hætt saman en hún býr heima í Argentínu og vill að hann borgi leiguna.
Palacios neitar því og því hefur Frias farið í það að selja merkilegustu hlutina úr lífi Palacios.
Þannig seldi hún treyjuna sem Palacios notaði í úrslitaleik HM í Katar árið 2022, þar varð Argentína sigurvegari mótsins.
Palacios spilaði þrjá leiki í mótinu og hjálpaði þjóð sinni að upplifa drauminn. Frias er einnig með verðlaunapening Palacios og hótar á Instagram að selja hann líka.
Hún segist ekki hafa efni á leigunni á húsnæðinu og ætlar því að fjármagna hana í einhvern tíma með því að selja merkilega hluti úr lífi Palacios.