Það eru góðar fréttir fyrir alla knattspyrnuaðdáendur að miðjumaðurinn Dele Alli er byrjaður að æfa aftur á grasi eftir erfið meiðsli.
Alli gekkst undir aðgerð í janúar vegna nárameiðsla en hann er á mála hjá Everton í efstu deild Englands.
Alli hefur ekkert spilað síðan í mars í fyrra og hefur verið í endurhæfingu í London undanfarna mánuði.
Samkvæmt Athletic er Alli nú loksins byrjaður að æfa á grasvelli á ný en mun samt sem áður líklegast ekki spila leik áður en tímabilinu lýkur
Allir hefur sýnt mikinn metnað í að koma ferlinum aftur af stað en hann er fyrrum undrabarn Tottenham en var seldur til Everton 2022.
Alli skoraði 51 deildarmark í 181 leik fyrir Tottenham á sjö árum en hefur aðeins leikið þrettán deildarleiki fyrir Everton.