Það hefur lítið sem ekkert gengið upp hjá vængmanninum Mykhailo Mudryk sem skrifaði undir hjá Chelsea 2023.
Mudryk kom til Chelsea í janúarglugganum það ár frá Shakhtar Donetsk og kostaði 89 milljónir punda.
Síðan þá hefur Mudryk gert mjög takmarkaða hluti innan vallar og gæti verið til sölu í sumar.
Spænski miðillinn Fichajes segir að Arsenal sé að skoða það að fá Mudryk í sínar raðir en hann hefur áður verið bendlaður við liðið.
Arsenal sýndi Mudryk áhuga áður en hann fór til Chelsea en endaði á því að fá Leandro Trossard í staðinn.
Juventus er einnig að horfa til Mudryk sem er 23 ára gamall og er ekki fastamaður á Stamford Bridge.