Það er nokkuð ljóst að sóknarmaðurinn Kylian Mbappe er á förum frá liði Paris Saint-Germain í sumar.
Mbappe hefur enn ekki krotað undir nýjan samning en hann verður samningslaus eftir tímabilið.
Real Madrid ku vera að tryggja sér þjónustu leikmannsins sem er talinn einn besti framherji heims.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hitti Mbappe í gær en þeir snæddu saman í Elysee höllinni í París.
Macron er ekki of hrifinn af því að Mbappe sé á förum en hann er stór ástæða fyrir því að erlendir áhugamenn fylgjast með deildinni.
,,Þú ert að koma okkur í vandræði,“ sagði Macron með bros á vör og var ljóst að hann meinti ummælin alls ekki illa.
Myndband af þessu má sjá hér.
Mbappe and sheikh tamim and Macronpic.twitter.com/9YfkHXcKE1
— حسن الناقور Mr.Nagoor (@hasanalnaqour) February 27, 2024