Arsenal hefur fengið frábærar fréttir fyrir lokasprett tímabilsins en hinn efnilegi Jurrien Timber er byrjaður að æfa á ný.
Hollendingurinn hefur ekki spilað síðan í byrjun tímabils en hann meiddist í fyrsta deildarleik sínum með félaginu.
Timber hafði fyrir það spilað vel í Samfélagsskildinum gegn Manchester City en þurfti síðar að fara í aðgerð.
Timber er nú loksins byrjaður að æfa með samherjum sínum á ný og gæti vel spilað áður en tímabilinu lýkur.
Varnarmaðurinn er 22 ára gamall og var keyptur til Arsenal frá Ajax fyrir risaupphæð í fyrra.