Búið er að staðfesta fjögurra ára bann Paul Pogba frá fótbolta fyrir það að hafa fallið á lyfjaprófi.
Pogba féll á lyfjaprófi síðasta haust og hefur síðan þá ekkert spilað.
Pogba var tekinn í lyfjapróf eftir leik Juventus og Udinese þann 20 ágúst.
Pogba var ónotaður varamaður í leiknum en gríðarlegt magn af testósterón var í líkama hans og mældist það í prófinu.
Franski miðjumaðurinn gæti því hafa spilað sinn síðasta leik á ferlinum en fjögurra ára bann er ansi langur tími til að skoða svo endurkomu.
Pogba var að hefja sitt annað tímabil í endurkomu sinni hjá Juventus en hann hafði verið hjá Manchester United í sex ár áður en hann fór aftur til Ítalíu.
🚨🚨| BREAKING: Paul Pogba has been banned from football for four years due to doping. 🇫🇷❌ pic.twitter.com/lLfF2kQojR
— CentreGoals. (@centregoals) February 29, 2024