fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Ásgerður Jóna boðar endalok Fjölskylduhjálpar Íslands – Forsendur starfseminnar brostnar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 10:00

Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylduhjálp Íslands mun að óbreyttu hætta allri starfsemi í sumar eftir 20 ára samfelldan rekstur. Þetta kemur fram í aðsendri grein Ásgerðar Jónu Flosadóttur, framkvæmdastjóra Fjöldskylduhjálparinnar, í Morgunblaðinu í morgun.

Í greininni segir Ásgerður Jóna að forsendur starfseminnar séu brostnar. Hún hafi borið fjárhagslega ábyrgð á starfseminni síðastliðna tvo áratugi. Aldrei hafi neitt verið keypt nema félagið ætti fyrir því, allt hafi verið greitt á gjalddaga og engin lán slegin. Nú liggi hins vegar fyrir að taka þurfi 20-25 milljónir króna að láni til þess að endurnýja ýmis tæki og tól og hún sé ekki tilbúin til þess að taka veð í heimili sínu til þess að halda starfinu áfram.

Frystiklefinn og vöruflutningabíllinn á síðasta snúningi

„Frystiklefinn sem við höfum notað síðastliðin 10 ár var gjöf frá Shoretel, president’s club í Bandaríkjunum árið 2014. Fengum margoft viðgerðarmenn til að halda honum gangandi með miklum kostnaði allt síðasta ár en nú er hann alfarið ónothæfur. Risakæliklefi sem við höfum notað öll árin er að falla á tíma. Viðgerðarmenn héldu honum gangandi með miklum kostnaði fyrir okkur allt síðasta ár. Vöruflutningabíllinn okkar, sem er með lyftu og tekur sex vörubretti í hverri ferð (árgerð 2012), er orðinn mjög lúinn, fer í viðgerð nokkrum sinnum í mánuði með tilheyrandi kostnaði. Án þessara hjálpartækja getum við ekki starfað út frá heilbrigðis sjónarmiðum, lögum og reglum um meðferð matvæla,“ skrifar Ásgerður Jóna í greininni.

Um 29 þúsund úthlutanir á síðasta ári

Ljóst er að um váleg tíðindi er að ræða fyrir heimili landsins sem lifa við lága framfærslu enda hefur starfsemi Fjölskylduhjálparinnar verið umsvifamikil eins og Ásgerður Jóna fer yfir í grein sinni.

„Við afgreiddum yfir 2.864 heimili í desember sl. með 86 sjálfboðaliða, sem var hálfgert brjálæði. Fjöldi einstaklinga þar að baki í desember var 7.950. Úthlutað var næstum alla virka daga auk jólapakka frá Kringlunni, Smáralind og einstaka fyrirtækjum. Allt árið 2023 afgreiddum við 28.643 úthlutanir og einstaklingarnir að baki þessum fjölda voru 75.904. Í Iðufelli í Breiðholti voru afgreiddar 18.480 mataraðstoðir og á Baldursgötu í Reykjanesbæ voru afgreiddar 10.163 mataraðstoðir,“ skrifar Ásgerður Jóna.

Tuttugu sjálfboðaliðar frá Venesúela

Þá hafi Fjölskylduhjálpinn tekið við hátt í 400 brettum af matvælum í gegnum verkefnið Matabankinn – vinnum gegn matarsóun. Segir hún að auðvelt sé að ímynda sér hvernig mikið magn af matvælum hafi ekki þurft að urða vegna vinnu sjálfboðaliða Fjölskylduhjálparinnar.

„Við hefðum þurft að ráða bíl stjóra á launum ef starfsemin hefði haldið áfram. Bílstjórinn vinnur alla virka daga frá kl. 10 til 17 og líka fyrir hádegi á laugardögum. Hann hefur unnið hjá okkur í sjálfboðavinnu á annað ár. Höfum verið með 20 manns frá Venesúela allt sl. ár í sjálfboðavinnu alla virka daga. Þar fyrir utan þyrfti að greiða yfirfólki á báðum stöðum laun. Við höfum
greitt laun til gjaldkera, bókara og endurskoðunar í 20 ár og formaður hefur haft skoðunarheimild á reikninga FÍ. Formaður fór á laun fyrir nokkrum árum,“ skrifar Ásgerður Jóna.

Ríkisstyrkt batterí myndi kosta yfir 450 milljónir króna árlega

Hún segir að aðstandendur Fjölskylduhjálpar harmi ákvörðunina. Vilji sé þó til að halda áfram starfseminni en þá þurfa stjórnvöld að koma að borðinu og leggja sitt af mörkum.

„Færum sérstakar þakkir til allra fyrirtækja og einstaklinga sem stutt hafa starfið í tvo áratugi. Einstakar þakkir færum við Þórólfi Gíslasyni kaupfélagsstjóra á Sauðárkróki fyrir hans góðvild og miklu hjálpsemi í garð Fjölskylduhjálpar Íslands sem er ómetanleg. Ef opinberir aðilar stjórnuðu jafn yfirgripsmikilli starfsemi þá kostaði það ekki undir 450 miljónum á ári,“ skrifar Ásgerður Jóna að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu