Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, hefur aldrei misst af leik hjá félaginu vegna meiðsla. Bruno gekk í raðir United fyrir rúmum fjórum árum.
Bruno var afar tæpur fyrir leikinn gegn Nottingham Forest í gær í enska bikarnum en spilaði allan leikinn.
Myndband náðist af honum eftir leik þar sem Bruno haltraði út í rútu liðsins.
„Fernandes haltur á leið af vellinum, ég á þó von á því að hann spili á sunnudag,“ skrifar blaðamaðurinn, Samuel Luckhurst.
United heimsækir Manchester City á sunnudag í grannaslag þar sem líklegt er að liðið verði í miklum vandræðum með að halda aftur af grönnum sínum.
Fernandes limping as he left the ground. Was a doubt with a knock but played the full game. Would still expect him to start Sunday. Still never missed a game for #mufc through injury. pic.twitter.com/eIw9VaRFGq
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) February 28, 2024