fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Hausverkur Hareide magnast: Margir lykilmenn landsliðsins á vondum stað – Vonarstjörnur í klípu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 08:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands er með talsverðan hausverk áður en hann velur landsliðshóp sinn eftir um tvær vikur. Liðið er á leið í umspil um laust sæti á Evrópumótinu í sumar.

Íslenska liðið mætir Ísrael í undanúrslitum og sigurvegarinn úr því einvígi mætir Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um farmiða á mótið.

Staðan á íslenskum landsliðsmönnum er ekkert sérstaklega góð, í raun mjög slæm þegar litið er yfir heildina.

Markverðir liðsins eru lítið að spila fyrir utan Elías Rafn Ólafsson sem spilar í næst efstu deild í Portúgal. Rúnar Alex Rúnarsson er varamaður í Kaupmannahöfn og Hákon Rafn Valdimarsson er ekki í hóp hjá Brentford, báðir skiptu um lið í janúar. Þá er Patrik Sigurður Gunnarsson ekki byrjaður að spila í Noregi, þar sem deildin er ekki farin af stað.

Eldri lykilmenn liðsins eru margir á nokkuð slæmum stað, Aron Einar Gunnarsson er á meiðslalistanum í Katar og um tíu mánuðir eru frá síðasta leik hans með félagsliði. Gylfi Þór Sigurðsson er án félags en æfir á Spáni, hann hefur glímt við meiðsli. Alfreð Finnbogason er mest á bekknum í Belgíu en kemur þó iðulega við sögu.

Yngri vonarstjörnur liðsins eru sumar í vondri stöðu, Orri Steinn Óskarsson fær ekki lengur að vera á meðal varamanna í liði FCK og Hákon Arnar Haraldsson hefur verið í mjög litlu hlutverki í Frakklandi.

Af lykilmönnum liðsins eru Jóhann Berg Guðmundsson, Sverrir Ingi Ingason og Willum Þór Willlumsson í góðri stöðu hjá sínu félagsliði. Þá er Kristian Nökkvi Hlynsson í góðum málum hjá Ajax.

Aðrir eru í ágætis málum en þegar litið er yfir síðasta landsliðshóp sem Hareide valdi í nóvember þá er staða leikmanna ekki góð þegar stutt er í stórt verkefni.

Hareide hefur þó fengið nýtt spil á hendi en Albert Guðmundsson má aftur mæta í verkefni landsliðsins eftir að rannsókn á á honum vegna meints kynferðisbrots var felld niður.

Markverðir:

Rún­ar Alex Rún­ars­son – FCK
Situr á bekknum í Kaupmannahöfn og fær líklega ekkert að spila fyrr en í sumar.

Há­kon Rafn Valdi­mars­son – Brentford
Er ekki í leikmannahópi Brentford og spilar líklega ekkert fyrr en á næsta tímabili.

Elías Rafn Ólafs­son – Mafra
Stendur vaktina í markinu í næst efstu deild í Portúgal

Mynd/KSJ

Varn­ar­menn:

Aron Ein­ar Gunn­ars­son – Al Ar­abi
Hefur ekki spilað með félagsliði síðan í apríl á síðasta ári og er enn frá vegna meiðsla.

Guðmund­ur Þór­ar­ins­son – OFI Krít
Var á bekknum í síðasta leik en spilar flesta leiki í Grikklandi.

Hjört­ur Her­manns­son – Pisa
Var ekki í hóp í síðasta leik og er oftar en ekki ónotaður varamaður.

Guðlaug­ur Victor Páls­son – Eupen
Spilar alla leiki og er alltaf með allan tímann

Al­fons Samp­sted – Twente
Hefur misst sæti sitt í liði Twente á nýju ári og er mikið á bekknum.

Sverr­ir Ingi Inga­son – Midtjyl­l­and
Silar alla leiki í dönsku úrvalsdeildinni og er á góðum stað.

Kol­beinn Birg­ir Finns­son – Lyng­by
Er í sömu stöðu og Sverrir og fær traust í öllum leikjum.

Mynd: KSÍ

Miðju­menn:

Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son – Fort­una Düs­seldorf
Er í stóru hlutverki í næst efstu deild Þýskalands og hefur spilað vel.

Há­kon Arn­ar Har­alds­son – Lille
Hefur því miður ekki spilað mikið í Frakklandi en byrjaði síðast leik og skoraði. Vonandi fleiri mínútur á næstunni.

Jó­hann Berg Guðmunds­son – Burnley
Byrjar flest alla leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Arn­ór Ingvi Trausta­son – Norr­köp­ing
Sænska deildin fer ekki af stað fyrr en eftir landsleiki og því mun Arnór ekki spila neina alvöru leiki fram að því.

Gylfi Þór Sig­urðsson – Án félags
Hefur hvorki spilað né æft með félagsliði frá því í nóvember og er án félags.

Will­um Þór Will­umsson – Go Ahead Eag­les
Spilar alla leiki og er á góðum stað.

Kristian Nökkvi Hlyns­son – Ajax
Er að gera góða hluti í Hollandi og spilar flestar mínútur hjá Ajax.

Stefán Teit­ur Þórðar­son – Sil­ke­borg
Byrjar alla leiki í dönsku úrvalsdeildinni og hefur spilað vel.

Getty Images

Sókn­ar­menn:
Al­freð Finn­boga­son – Eupen
Hefur ekki byrjað leik í febrúar en kemur iðulega við sögu.

Jón Dag­ur Þor­steins­son – OH Leu­ven
Var á bekknum í síðasta leik en byrjar oftast í Belgíu

Arn­ór Sig­urðsson – Blackburn Rovers
Hefur misst sæti sitt í liðinu eftir þjálfaraskipti og hefur í síðustu fjórum leikjum verið á bekknum.

Mika­el Neville And­er­son – AGF
Hefur byrjað síðustu tvo leiki og er oftast í liðinu hjá AGF.

Orri Steinn Óskars­son – FC Kö­ben­havn
Kemst ekki lengur í hóp hjá FCK sem vekur talsverða furðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“
433Sport
Í gær

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu
433Sport
Í gær

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu