Allar líkur eru á því að bakvörðurinn Alphonso Davies sé að kveðja stórlið Bayern Munchen í sumar.
Frá þessu greina virtir blaðamenn og má nefna Fabrizio Romano sem segir að munnlegt samkomulag sé í höfn.
Samkvæmt Daily Mail horfir Bayern til Englands í leit að arftaka Davies og þá til Liverpool.
Bayern hefur mikinn áhuga á að semja við Andy Robertson, bakvörð Liverpool, en hann er 29 ára gamall og kemur frá Skotlandi.
Bayern vill fá leikmann í hæsta gæðaflokki til að taka við af Davies sem er einn besti bakvörður heims.
Robertson hefur lengi verið fastamaður í liði Liverpool og hefur unnið bæði Meistaradeildina og úrvalsdeildina með félaginu.