Sóknarmaðurinn Sigurður Bjartur Hallsson er að semja við lið FH í Bestu deild karla en þetta kemur fram á Fótbolti.net.
Um er að ræða 24 ára gamlan leikmann en hann hefur verið orðaður við brottför frá KR í vetur.
Samkvæmt Fótbolta.net er Sigurður að ganga í raðir FH en hann hefur undanfarin tvö ár leikið með þeim svarthvítu.
Sigurður verður samningslaus 2025 og virðist ekki vera inni í myndinni hjá Gregg Ryder, þjálfara KR.
Sigurður lék 17 leiki í Bestu deild karla á síðustu leiktíð og skoraði í þeim fjögur mörk. Fyrir það lék framherjinn með Grindavík.