Liverpool eða Barcelona þurfa að borga Brighton væna summu í sumar ef liðin vilja fá Roberto De Zerbi frá félaginu.
Sport á Spáni greinir frá þessu en De Zerbi hefur gert frábæra hluti með Brighton og er bundinn til ársins 2026.
Sport segir að Brighton vilji alls ekki losna við Ítalann og að það muni kosta 13 milljónir punda að ráða hann til starfa.
Það er klásúla í samningi De Zerbi sem leyfir honum að fara fyrir þá upphæð og eru líkur á að hann sjálfur vilji fara í stærra félag.
Bayern Munchen er einnig talið vera að skoða De Zerbi sem þjálfaði áður Shakhtar Donetsk í Úkraínu.