fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Afhjúpuðu leynilegan njósnahring CIA í Úkraínu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 04:33

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háþróaður hlerunarbúnaður, dularfull fyrirtæki og njósnarar langt inni í Rússlandi. Þetta er meðal þess sem kemur við sögu í njósnum bandarísku leyniþjónustunnar CIA sem hefur með mikilli leynd stutt hóp úkraínskra njósnara sem hafa reynt að laumast inn í rússnesku stríðsvélina og raunar tekist það í mörgum tilfellum.

Þetta er haft eftir fjölda úkraínskra leyniþjónustumanna og diplómötum í umfjöllun The New York Times um samstarf Úkraínumanna og Bandaríkjamanna.

Þessar upplýsingar koma fram á sama tíma og Demókratar, með Joe Biden forseta í fararbroddi, reyna af miklum móð að fá fulltrúadeild þingsins til að samþykkja nýjan hjálparpakka upp á 60 milljarða dollara handa Úkraínu.

Háttsettur heimildarmaður innan úkraínska hersins sagði að Úkraínumenn óttist að hætta verði starfsemi njósnahringsins ef fjárveitingar til Úkraínu verða ekki samþykktar af bandaríska þinginu.

Upplýsingarnar um þetta leynilega samstarf koma meðal annars frá Valentyn Nalyvaitjenko, fyrrum yfirmanni úkraínsku leyniþjónustunnar. Samkvæmt því sem hann segir þá hófst samstarfið í kjölfar valdaskiptanna í Kyiv 2014 þegar Viktor Yanukovych, forseti, flúði land ásamt yfirmönnum leyniþjónustunnar. Yanukovych var hliðhollur Rússum.

Í umfjöllun The New York Times kemur fram að CIA hafi þjálfað njósnara sem starfa á 12 hlustunarstöðvum víða um landið. Þeim var meðal annars kennt að koma sér upp fölskum persónueinkennum og að stela hernaðarleyndarmálum frá Rússum. Þjálfunaráætlunin gengur undir nafninu „Operation Goldfish“ og fer fram á tveimur stöðum í Evrópu.

Njósnahringurinn gengur undir nafninu „Eining 2225“ og hefur náð að teygja starfsemi sína víða um Úkraínu og Rússland á síðustu átta árum. Hafa CIA og breska leyniþjónustan MI6 komið að málum og aðrar evrópskar leyniþjónustur hafa síðan bæst í þetta samstarf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg