fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Hannes eltist við snjóbolta um hábjartan dag

Svarthöfði
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson leitar nú logandi ljósi að fullorðnum manni sem kastaði snjóbolta í bíl í Reykjavík á dögunum. Svarthöfði hefur fullan skilning á mikilvægi þess að upprættir séu þeir hábölvuðu seggir sem leggja stund á þess háttar iðju, sem fram til þessa hefur fremur verið talin við hæfi barna en þeirra sem teljast komnir í fullorðinna manna tölu.

Fáir munu betur til þess fallnir en einmitt Hannes Hólmsteinn að stýra leitinni að brotamanninum. Svarthöfða er einmitt kunnugt um að Hannes Hólmsteinn hefur áratuga reynslu af hvers kyns eftirlitsstarfi með róttæklingum og öðrum niðurrifsöflum í samfélaginu og þykir jafnvel standast fremstu rannsakendum álfunnar snúning í þeim efnum.

Svarthöfða þykir það að Hannes skuli nú einhenda sér í opinbera dauðaleit þessum bíræfna þrjóti jafnframt gefa til kynna að þrátt fyrir allan vandræðaganginn í ríkisstjórninni sé forysta Sjálfstæðisflokksins þess fullviss að ekki komi til þingkosninga alveg á næstunni.

Svarthöfði er nefnilega eldri en tvævetur og man tímana tvenna í pólitíkinni. Hann man það þegar Hannesi Hólmsteini var gefinn laus taumurinn í opinberri umræðu og ritdeilum allt þar til kosningar voru í aðsigi. Í aðdraganda kosninga brást það ekki að Hannes hvarf úr landi og sást ekki aftur fyrr en að þeim afstöðnum – eða í fyrsta lagi á kjördag til að missa ekki af kosningavökunni.

Flokksforystan þá vissi, rétt eins og flokksforystan nú, að þótt vösk framganga rannsóknarprófessorsins í opinberri umræðu félli vel í kramið hjá innmúruðum og innvígðum flokksmönnum virtist hún hafa öfug áhrif á alla aðra og jafnvel geta ógnað fylgi flokksins í kosningum. Því taldi forystan best að fela prófessorinn vel fyrir kosningar.

Í þann tíð dugði að senda Hannes til fjarlægra landa í skemmti- og/eða rannsóknarreisur til að einangra hann frá kosningabaráttunni hér heima. Þetta virkaði vel og sjaldan brást það þegar talið var upp úr kjörkössum að kvöldi kjördags að 35-38 prósent allra kjörseðla skiluðu sér á D-listann.

Já, þetta var í þá gömlu góðu daga.

Svo komu Internetið, þráðlaust net, samfélagsmiðlar, spjaldtölvur og snjallsímar til sögunnar og ekkert varð aftur samt. Jafnvel niðri í Brasilíu gat prófessorinn verið daglegur þátttakandi í stjórnmálaumræðunni og jafnvel átt í ritdeilum sem drógust á langinn – allt á netinu og í samfélagmiðlum.

Svarthöfði áttar sig vel á því að forystu Sjálfstæðisflokksins skipa engir bjánar. Þetta skarpa fólk hefur staðreyndirnar og tölfræðina fyrir framan sig. Frá því að Internetið opnaði útlægum prófessornum hjáleið inn í opinbera umræðu á öllum tímum, líka þegar hann er í útlegð í Brasilíu, hefur fylgi flokksins sigið stöðugt niður á við. Núna er það komið niður í 18 prósent. Já, enginn skyldi furða sig á því að forysta Sjálfstæðisflokksins sjái rautt þegar rætt er um aukin tengsl við útlönd. Með þessu áframhaldi stefnir fylgi flokksins hægt en örugglega í núllið.

Svarthöfði hefur fulla samúð með forystu Sjálfstæðisflokksins, sem ekki getur lengur haft taumhald á rannsóknarprófessornum sökum tækninnar. Hann er þess þó handviss að Sjálfstæðisflokkurinn myndi aldrei leggja út í kosningar með Hannes hér á landi. Flokkurinn gæti farið niður í 15 prósent eða jafnvel neðar – og hvað þá ef Hannes er að eltast við snjóbolta fyrir allra augum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!
EyjanFastir pennar
18.10.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir
EyjanFastir pennar
17.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim
EyjanFastir pennar
10.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin