John O´Shea fyrrum varnarmaður Mancheser United hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Írlands en mögulega aðeins í stutta stund.
Írarnir hafa verið að leita að þjálfara eftir að Stephen Kenny var rekinn úr starfi í nóvember.
Írarnir hafa ekki fundið manninn O´Shea var aðstoðarmaður Kenny.
Hann fær nú tvo æfingaleiki til að sanna ágæti sitt og gæti mögulega fengið starfið ef hann stendur sig vel.
Írarnir ætla að ráða þjálfara til framtíðar í apríl en O´Shea stýrir liðinu í leikjum gegn Belgíu og Sviss.
O´Shea lék 118 landsleiki fyrir ÍRland á ferli sínum en Paddy McCarthy verður aðstoðarmaður hans.