Liverpool er nú byrjað að skoða það hvort liðið eigi ekki að fara í rútuferð um borgina að loknu tímabili, muni það ekkert hafa með það að gera hvort liðið vinni fleiri bikara en ekki.
Í venjulegu árferði færi Liverpool ekki í rútuferð um borgina til að fagna með stuðningsmönnum eftir sigur í enska deildarbikarnum.
Forráðamenn Liverpool vilja hins vegar kveðja Jurgen Klopp með stæl og vilja því skipuleggja rútuferð.
Liverpool gæti orðið enskur meistari en að auki gæti liðið unnið enska bikarinn og Evrópudeildina.
Klopp hefur tekið ákvörðun um að hætta með Liverpool í sumar en hann segist þurfa á fríi að halda eftir mörg strembin ár í starfinu.
Telegraph segir frá og segir að Liverpool telji að viðburður sem þessi myndi fá fólk frá öllum heimshornum á svæðið til að kveðja Klopp.