Cathy Hummels fyrrum eiginkona Mats Hummels, varnarmanns Borussia Dortmund í þýska boltanum hefur orðið fyrir áreiti síðustu daga.
Cathy var að auglýsa nýja barnabók sína í Þýskalandi en leið hennar til að fá athygli vakti athygli.
Cathy fór þá úr að ofan en hafði bókina fyrir brjóstum sínum og birti hún þessa mynd á Instagran.
Cathy fékk yfir svo mörg ljót skilaboð og mörgum þótti það ekki viðeigandi að bera sig fyrir athygli á barnabók.
Hún settist í sófann og lét smella af sér myndum, Cathy er með tæplega 700 þúsund fylgjendur á Instagram.
Mats Hummels er einn besti varnarmaður þýska boltans síðustu ár og hefur spilað fyrir Bayern og Dortmund.