Sunneva Ása Weisshappel, myndlistakona og leikmyndahönnuður, og Baltasar Kormákur, leikstjóri, eiga von á sínu fyrsta barni saman í byrjun ágúst.
Vísir greinir frá.
Um er að ræða fyrsta barn Sunnevu en Baltasar á fjögur börn fyrir. Parið hefur verið saman síðan í ársbyrjun 2019.
Sunneva og Baltasar eru vel þekkt hvort á sínu sviði, en þau unnu saman í Netflix þáttaröðinni Katla, Ófærð 3 og Snertingu sem kemur út á þessu ári. Baltasar sá um leikstjórn og Sunneva um leikmyndirnar.