fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Bandarískur dýralæknir hætt kominn á Íslandi: Höfuðkúpubrotnaði þegar hann rann í hálku – Milljónir söfnuðust fyrir hann

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að margir hafi lagt hönd á plóg fyrir bandarískan dýralækni, Gary Bowen, eftir að hann slasaðist lífshættulega hér á landi á gamlárskvöld.

Bowen rann illa í hálku með þeim afleiðingum að hann höfuðkúpubrotnaði og blæðing kom inn á heila.

Lesa má sögu Bowens á vefsíðunni GoFundMe en um er að ræða síðu þar sem hægt er að styrkja hin ýmsu málefni.

Fékk svo svæsna lungnabólgu

Á vefsíðunni kemur fram að Bowen hafi verið hér á landi með eiginkonu sinni, Liz, og tveimur sonum, Tyler og Mead, þegar hann rann í hálku þegar hann var að fara yfir götu á gamlárskvöld.

Bowen slasaðist alvarlega í slysinu; höfuðkúpubrotnaði, blæðing kom inn á heila og þurfti hann gangast undir bráðaaðgerð á heila. Til að bæta gráu ofan á svart fékk hann svæsna lungnabólgu eftir slysið og lamaðist að hluta. Þá var hann ófær um að tala lengi vel eftir slysið.

Bowen var haldið á Landspítalanum í nokkrar vikur en þann 22. janúar fékk hann grænt ljós á að fljúga heim til Bandaríkjanna í fylgd heilbrigðisstarfsfólks.

5,3 milljónir króna safnast

Það er ekki ókeypis fyrir ósjúkratryggða einstaklinga að dvelja á sjúkrahúsum erlendis og í færslu aðstandenda hans kemur fram að kostnaðurinn hafi verið „stjarnfræðilegur“.

Var stefnt á að safna 200 þúsund Bandaríkjadölum, tæpum 30 milljónum króna, en samkvæmt talningu á vef GoFundMe hafa safnast tæpir 38 þúsund dalir, 5,3 milljónir króna.

Í færslunni kemur fram að fjölskylduna hafi lengi dreymt um að heimsækja Ísland og verið búin að safna pening í talsverðan tíma til að láta þann draum rætast. Ferðin breyttist hins vegar í martröð eins og að framan greinir en þetta er ekki fyrsta áfallið sem Bowen lendir í á lífsleiðinni.

Fluttur með sjúkraflugi til Bandaríkjanna

Bowen var dýralæknir en neyddist til að hætta störfum af heilsufarsástæðum eftir að hafa veikst alvarlega af bartonella-bakteríunni sem getur borist í menn með kattaflóm. Þurfti Bowen að gangast undir lifrarígræðslu í kjölfarið.

Í síðustu uppfærslu af máli Bowens þann 22. janúar kom fram að hann væri á góðum batavegi eftir öndunarfærasýkinguna. Stóð til að flytja hann með sjúkraflugi til Bandaríkjanna þann 29. janúar síðastliðinn og flytja hann á sjúkrahús þar þar sem hann færi í frekari endurhæfingu.

„Fyrir hönd Gary og fjölskyldu hans, þá þakka ég fyrir stuðninginn frá dýpstu hjartarótum,“ segir í færslu sem Lisa Anastasi, frænka Bowens, skrifaði á GoFundMe.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“