Erfitt ástand er hjá danska félaginu Midtjylland í Danmörku en Kristoffer Olsson leikmaður félagsins liggur í öndunarvél á sjúkrahúsi.
Hann missti meðvitund á heimili sínu þann 20 febrúar og hefur síðan þá verið þungt haldinn.
„Allir hjé félaginu eru í áfalli vegna málsins og sökum þess er æfing liðsins í dag lokuð fyrir fjölmiðlum og áhorfendum,“ segir félagið.
Olsson hefur greinst með sjúkdóm í heila en kjaftasögur um sjálfsskaða hafa verið í Danmörku. Svo er ekki og sérfræðingar leita nú leiða til að lækna hans.
Olsson er fyrrum leikmaður Arsenal en hann hefur spilað tæplega 50 landsleiki fyrir Svíþjóð.
Sverrir Ingi Ingason er leikmaður Midtjylland en hann er á sínu fyrsta tímabili með þessu danska félagi.